top of page

HVER ER SAGAN Á BAKVIÐ ST. BASIL DÓMKIRKJUNA?

STAÐREYNDIR

Við ákváðum að taka fyrir St. Basil dómkirkjuna í fyrstu vegna þess að okkur fannst hún falleg og hrifumst að einstaka stílnum sem hún hefur, en síðan komumst við að því að hún er meira en fallegt yfirborð vegna þess að sagan á bakvið hana liggur dýpra en bara einfalt byggingarferli.


Kirkjan sjálf er staðsett á rauða torginu í Moskvu í Rússlandi en þarna situr líka forsetahöll

Rússlands eða eins og hún er kölluð, Kremlin Rússlands.

En spurningin sem við gengum út frá við vinnslu verkefnisins var sem sagt ,,hver er sagan á

bakvið Sankti Basil dómkirkjuna?‘‘. En við skulum byrja á staðreyndum.

Kirkjan var vígð 12.júlí 1561, en það tók um 6 ár að byggja hana.

Miðturninn er 46 m hár innan frá en hefur einungis 64 fermetra gólfpláss. Hæsti punktur kirkjunnar er þó 47,5 m hár.

Níu af ellefu turnum dómkirkjunnar bera hvelfingar og tveir af þeim spírala en tíu af turnunum eru kirkjur. Það eru sem sagt átta kirkjur sem umkringja þá níundu , sem er kirkjan í miðjunni, en sú tíunda var byggð yfir gröf dýrlingsins Basils. Annar spíralanna er þó einungis klukkuturn.

Innan í kirkjunni er flókið völundarhús mjórra ganga með hvelfdu lofti.

Smærri turnar kirkjunnar voru byggðir á stóran pall þannig að þeir litu út fyrir að sveima

yfir jörðinni, en byggingin í heild sinni er mótuð eins og dansandi logar í eldi.

Eins og þið sjáið er kirkjan einstaklega litrík en hún fékk bjarta liti sína ekki strax heldur í

nokkrum skrefum frá árunum 1680 til 1848.

Frá árinu 1991 hefur kirkjan verið notuð sem safn en af og til sem venjuleg kirkja.

Fyrir framan kirkjuna stendur bronsstytta en hún var gerð sem þakkarvottur tileinkaður Dmitry Pozharsky og Kuzma Minin, sem sannfærðu rússneska herinn gegn pólskum innrásarmönnum á erfiðum tímum seint á 16.öld og snemma á 17.öld.

Kirkjan er einstök á fjölmarga vegu en eitt af því sem gerir hana sérstaka eru kirkjurnar tíu. Þær eru

allar ótrúlega smáar og hver hvelfing er einstök, engar  tvær eru eins.

Í biblíunni er sagt að himnaríki sé afskaplega litríkt og því fékk kirkjan sinn áberandi litríka stíl.

Kirkjan hét í fyrstu dómkirkja heilögu þrenningar meyjarinnar en var nefnd Sankti Basil dómkirkjan 

eftirdýrlinginum Basil.

Þegar kirkjan var byggð varð hún strax mikilvægur þáttur í lífi íbúa í borginni og táknrænn og

einkennandi hluti af Moskvu.

IVAN IV VASILYEVICH
IVAN IV VASILYEVICH

Nú þekkið þið kirkjuna, en nú skulum við snúa okkur að sögu hennar. Kirkjan var byggð eftir skipun  Ivan IV Vasilyevich, en hann var uppi á árunum 1530 til 1584 og lést 54 ára gamall.

Þegar Ivan var 3 ára lést faðir hans úr blóðeitrun en við það gerðist Ivan prins.

Einungis 5 árum eftir lát föður Ivans lést móðir hans en talið var að það hafði verið eitrað fyrir henni.

Ivan var þá 8 ára gamall.

Æska Ivans einkenndist af valdabaráttu milli aðalsmanna. Þeir komu illa fram við Ivan og honum var

oftast haldið föngnum en hann fann fyrir mikilli vanrækslu og var oft niðurlægður af þeim sem sáu

um að stjórna landinu á meðan hann var of ungur til þess að taka við svona mikilli ábyrgð.

Það var komið fram við hann af virðingu á almannafæri, en hvergi annarsstaðar.

Misnotkun, ofbeldi og morð voru mjög algeng innan hallarinnar.

Þessi atriði gætu hafa haft áhrif á það að Ivan þróaði með sér ýmsar geðraskanir á fullorðinsárunum, auk þess sem þau útskýra hatrið sem hann bar til aðalsmannanna og kúgunina sem hann beitti þá síðar á ævinni.

Snemma á ævinni byrjaði Ivan að dreyma um ótakmarkað vald og árið 1547 (þegar hann var að verða 17 ára) gerðist hann Tsar, eða á góðri íslensku, stjórnandi Rússlands, og hann var sá fyrsti til þess að taka við því embætti eða sá fyrsti til þess að gerast Tsar.

Hann byrjaði á því að endurmóta landið, gera það nútímalegra og koma því undir eina stjórn í staðinn fyrir fleiri. Hann endurskoðaði lögin, setti saman úrvals herlið, kynnti til leiks sjálfsþurftarbúskap í dreifbýlli héröðum, fyrstu prentsmiðju Rússlands var síðan komið á laggirnar og þá opnuðust nýjar atvinnuleiðir.

En Ivan skipaði mörg stríð og herinn réðst inn í fjölmörg lönd undir hans stjórn.  Rússland teygðist út og stækkaði mjög hratt. Trúarbrögðum og þjóðernisminnihlutahópum í Rússlandi fjölgaði smátt og smátt eftir því sem Ivan lagði undir sig fleiri lönd.

Ivan var sagður hafa verið gáfaður maður og guðhræddur og hann var vinsæll meðal fólksins.

En hérna kemur það undarlega við þetta allt saman.

Árið 1553 breyttist allt. Persónuleiki Ivans, stefna hans og gildi gjörbreyttust.

Þetta ár fékk Ivan bannvænan sjúkdóm og varð fárveikur en bara örfáum árum síðar lést eiginkonan hans, Anastasia. Ivan grunaði strax að það hafði verið eitrað fyrir henni og auðvitað grunaði hann aðalsmennina um verknaðinn. Hann hélt að þeir væru að gera samsæri gegn honum þannig að hann setti af stað herferð í þeim tilgangi að útrýma aðalsfólkinu.

Hann átti það til að fá mikil reiðisköst og var haldinn miklu ofsóknarbrjálæði eða vænisýki

sem mátti rekja til einhvers konar geðröskunar og var hann því kallaður

Ivan Grozny (Ivan hryllilegi).

En veturinn 1564 strauk Ivan frá Moskvu og lýsti því yfir að hann vildi afsala sér sæti sínu

sem Tsar.

Fólkinu fannst stjórn landsins ekki virka án Ivans og hann var beðinn um að koma til baka, og

að lokum samþykkti hann það á sínum eigin forsendum, og krafðist þess að fá fullkomið vald

til þess að refsa þeim sem hann hélt að væru að einhverju leiti ótryggir.

Ivan stjórnaði landinu á harðsvíraðan hátt og skipaði mörg stríð og þúsundir létust.

Ári eftir að hann komst aftur til valda var sett fram kerfi til þess að hjálpa til við að framfylgja nýju reglunni hans Ivans í sambandi við refsingar. Kerfið var nefnt Oprichnina eða ,,aðskilið ríki‘‘. Ákveðinar borgir og svæði í Rússlandi voru aðskilin frá ríkinu.

Mennirnir sem sáu um kerfið ,,aðskilið ríki‘‘, kallaðir ,,oprichniki‘‘ eða á íslensku, ,,verðir‘‘, voru allir sérstaklega útvaldir af Ivan og í sérstöku uppáhaldi hjá honum. Hlutverk varðanna var að breiða hræðslu út um landið. Þeir voru klæddir í svört föt, voru á svörtum hestum og höfðu með sér hundahöfuð og kústa, sem áttu að tákna að þeir gætu rekið lyktina af landráði og sópað burt óvinum Ivans. Þeir voru þekktir fyrir grimmd og notkun pyntinga. Þeir myrtu alla sem þóknuðust Ivan ekki og gerðu land og auðæfi þeirra upptæk. Kerfið nánast útilokaði öll áhrif sem aðalsfólkið gat áður haft á stjórn landsins en konungdæmið styrktist og styrktist.

Ein af hræðilegustu herferðum varðanna var fjöldamorðið í auðugu borginni Novgorod. Ivan

grunaði íbúa borgarinnar um landráð og þess vegna fór hann sjálfur fremstur í flokki. Borgin

var lögð í rúst og þúsundir voru drepnir.

Reiðisköst Ivans jukust með aldrinum og höfðu mikil áhrif á hlutverk hans sem Tsar. Hann

dæmdi marga grunaða óvini til dauða eða til pyntinga.

Síðan gerðist það að nánasti ráðgjafi hans sveik hann og flúði til Litháen en það særði Ivan

mjög djúpt.

Einu sinni átti hann í miklu rifrildi við son sinn og fremsta erfingja. En í reiði sinni sló Ivan son sinn með

stafnum sínum. Það var hans banahögg.

Hann barði líka ólétta tengdadóttur sína fyrir að klæða sig ósiðsamlega. Það er talið vera ástæðan fyrir

því að hún missti fóstrið.

Eftir að hann hafði ríkt í Rússlandi var varla nein fjölskylda sem hafði ekki orðið fyrir áhrifum allra

grimmdarlegu morðanna og hræðilegu gjörða hans.

Ivan varð meira og meira hataður með tímanum en lést síðan úr hjartaáfalli meðan hann spilaði skák

árið 1584.

Þegar farið var í gegnum eigur Ivans eftir að hann lést var uppgötvað mikið magn kvikasilfurs,

og það

benti til þess að eitrað hafði verið fyrir honum.

Ivan átti 7 eiginkonur í gegnum ævina. Hérna sjáið þið myndir af þeim en hann eignaðist

samtals 8 börn.

Ivan lét byggja dómkirkjuna til þess að heiðra öll skiptin sem hann sigraði í stríði og hún hét í

fyrstu dómkirkja heilögu þrenningar meyjarinnar eða þrenningar dómkirkjan.

Sagt er að honum hafi fundist hún svo falleg að hann lét blinda arkitektana sem hönnuðu

hana til þess að þeir gætu aldrei búið til neitt jafn fallegt.

BASIL
BASIL

En þrátt fyrir allt óttaðist Ivan einn mann. Lágsettan bónda sem hét Basil. Basil var þekktur sem spámaður og hann sá ýmislegt sem aðrir sáu ekki.

Sama hvernig veðrið var, bæði á veturna og á sumrin gekk Basil um götur Moskvu fáklæddur og gaf þeim fátæku allt það litla sem hann átti. Öfugt við Ivan sem lifði í grimmd og var moldríkur, bjó Basil í auðmýkt og lifði lífinu í fullri gnægð.

Oft og mörgum sinnum ávítaði Basil Ivan opinberlega og bað hann að iðrast gjörða sinna.

Kvalinn af sektarkennd sendi Ivan oft gjafir til Basils í þeirri von að sættast við hann, en Basil gaf alltaf frá sér allar gjafirnar.

Tíminn leið og Ivan hélt áfram að stofna til dýrkeyptra stríða á meðan Basil gaf fátækum það litla sem hann átti.

Ivan varð meira og meira hataður á meðan fólkið dýrkaði og dáði Basil meira og meira.

Þegar Basil lést varð Ivan bugaður af sorg og öllum af óvörum yfirgaf hann veggi Kremlins, núverandi

forsetahallar Rússlands,  og bar líkkistu þessa lágsetta manns að dómkirkjunni þar sem Ivan, ásamt

fleirum, jörðuðu Basil.

Basil hafði haft meiri áhrif á Ivan en nokkur hafði getað ímyndað sér.

Ivan nefndi dómkirkjuna síðan ,,Sankti Basil dómkirkjan‘‘ til heiðurs fátæka spámannsins.

Allt þetta sýnir að Ivan var ótrúlega óútreiknanlegur. Hann glímdi við gífurlegar skapsveiflur og

ábyggilega einhverjar geðraskanir. En þrátt fyrir allt það hræðilega sem hann gerði, þá fann hann það

alltaf í sér að iðrast. Maður getur spurt sig hvað ætli hafa gengið á í huga þessa valdamikla manns.

Æskan hans hafði örugglega mikil áhrif á það hvernig ævi hans varð.

Maður getur rétt ímyndað sér hvað hann gekk í gegnum eftir að foreldrar hans létust.

Og eftir allt þetta hræðilega sem hafði gerst, og allt það hræðilega sem hann hafði gert þá sýndi Basil og sannaði að Ivan var ennþá bara mennskur.

Innst inni fann hann ennþá til samkenndar, þrátt fyrir að hafa gefið sig út fyrir að vera siðblindur eða eitthvað svoleiðis, og eflaust héldu það margir.

En sankti Basil dómkirkjan er sönnun þess að jafnvel grimmustu harðstjórar geta iðrast og sýnt að minnsta kosti örlítinn kærleika. Allir menn hafa veikleika sama hversu grimmir þeir líta út fyrir að vera.

bottom of page